Gloria komin til Danmerkur

Gloria3b 

Nú er Gloría orðin rúmlega 3 mánaða gömul og stækkar óðum, er núna orðin 18 kg. Það hefur gengið voða vel með hana þennan tíma sem við vorum með hana í Kaprun í Austurríki. Við ferðuðumst mikið með hana, fórum m.a. til Sviss og Frakklands. Hún er líka búin að fara oft í kláf upp á hin ýmsu fjöll í Ölpunum og meira að segja líka í stólalyftu. Hún vekur alls staðar mikla athygli og oft komumst við ekki hratt yfir því að það eru svo margir sem vilja klappa henni og taka mynd.

 

 

Gloria3a

Gloría er frekar feimin og hlédræg og við höfum verið að þjálfa hana í að vera innan um annað fólk og hunda. Fyrst þorði hún ekki út úr garðinum heima í Kaprun og settist oft niður í miðri göngu og vildi ekki fara lengra, sérstaklega þegar hitastigið var yfir 30 gráðum, þá sótti hún alltaf í skugga.

Núna erum við komin til Danmerkur þar sem Gloría verður í pössun þangað til hún er orðin 7 mánaða þegar hún getur farið til Íslands. Hún er að kynnast heimilishundinum sem er stór dopperman. Á heimilinu er líka annar dopperman og lítill pavillion hundur sem eru gestir á heimilinu.

Það gekk ekki vel í fyrstu þegar Gloría kom inn á heimilið, dopperman hundurinn lét hana ekki í friði og Gloría þurfti að vera inn í búrinu sínu til að fá frið. En núna, eftir tvo daga, þá gengur samveran miklu betur og þau eru farin að leika sér saman. Gloría er samt frekar hrædd en hún er að venjast nýjum aðstæðum og á örugglega eftir að semja vel við dopperman-hundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband