Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Gloría á leið til Íslands

Gloria7man 

Nú er Gloría orðin 7 mánaða og þá má hún koma til Íslands. Eftir að hafa farið í ótal sprautur, blóðprufur og annað hjá dýralækninum í Danmörku þá hefur hún fengið brottfararleyfi og er tilbúin að fara í einangrun á Íslandi. Alveg ótrúlegar þessar reglur á Íslandi um innflutning heimilisdýra... en það er nú efni í langa grein að fjalla nánar um það.... GetLost

 Gloría hefur stækkað alveg heil ósköp á þessum þremur mánuðum og litli hvolpurinn sem ég skildi eftir í Danmörku fyrir þremur mánuðum er núna orðinn að heljarinnar skógarbirni Tounge

Hún er orðin 37 kg þó hún sé bara hvolpur ennþá... og á sennilega eftir að stækka eitthvað aðeins ennþá.

Doperman-hundurinn  Adolf og Gloría eru orðnir góðir vinir og leika sér mikið saman. Það verður mikill söknuður hjá Adolf þegar Gloría fer. Litli fiðrildahundurinn Lucý er líka dugleg að leika við þau og hún hefur enga minnimáttarkennd þó það muni talsverðu á stærðinni. Hún leikur sér bara við skottið á Gloríu, sem er álíka stórt og Lucý sjálf LoL

Á morgun förum við til Kaupmannahafnar þar sem við tökum flugið til Íslands. Þar sem Gloría er orðin svo stór og þung þá þarf hún að fara með frakt, en fer samt með sömu vél og við.

Þegar til Keflavíkur er komið þá tekur við einn mánuður í einangrunarstöðinni á Suðurnesjum áður en við fáum Gloríu inn á heimilið okkar um miðjan desember. Það verður því besta jólagjöfin í ár að fá Gloríu loksins heim til Íslands. Wizard

Bestu kveðjur frá Danmörku


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband