Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Gloría útskrifuð af hundanámskeiði

Núna er Gloría að verða 10 mánaða og nýbúin að klára hundanámskeið. Hún stóð sig mjög vel þar og gerði allt sem henni var sagt. Þar var farið í ýmsar æfingar, s.s. standa, sitja, liggja, ganga í lausum taum, innkall og augnsamband.

Annars gengur bara lífið vel hjá Gloríu, hún er ótrúlega ljúf og góð en helst til frekar hlédræg og vör um sig. Það tekur hana dálítinn tíma að venjast ókunnugu fólki og hún bakkar ef ókunnugir ætla að klappa henni. Hún þarf smá tíma til að kynnast fólki og hundum.

Síðustu 2-3 vikur hefur hún upplifað fyrsta lóðaríið og hún hefur verið frekar æst þegar við mætum hundum í göngutúrum. En það fer nú að líða hjá og þá minnka vonandi hundahárin en lóðaríinu fylgir aðeins meira hárlos en vanalega Wink

Nýjar myndir eru komnar á myndasíðuna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband